Skip to main content

Öryggi og einfaldleiki eru mikilvægust þegar þú býrð til þína eigin ljósmyndabók. Þegar þú leggur fram pöntun ábyrgjumst við að pöntunin þín verður laus við allar óþarfa óvæntar uppákomur.

Smelltu á fyrirsögn til að sýna eða fela ummæli við hana.

Höfundarréttur

Sem kaupandi og höfundur ljósmyndabókarinnar átt þú höfundarrétt á þínu eigin efni. Þér er velkomið að gefa bókina þína út og selja hana.

Sem viðskiptavinur berð þú einn ábyrgð á textunum og myndunum/ljósmyndunum sem er halað upp á Solentro. Viðskiptavinurinn tryggir að hann einn eigi höfundarrétt á og rétt á að nota vörumerki og allan annan rétt á textum og ljósmyndum sem hafa verið notuð til að framleiða bækurnar sem viðskiptavinurinn pantaði.

Öll brot á þessum réttindum og allar refsingar sem þeim fylgja eru eingöngu á ábyrgð viðskiptavinarins.

Ef utanaðkomandi aðili leggur fram kröfu vegna höfundarréttar eða annarra réttinda skal viðskiptavinur ekki gera Solentro ábyrgt fyrir henni.

Að lokum ábyrgist viðskiptavinurinn að engir textar eða ljósmyndir brjóti gegn gildandi lögum, sér í lagi lögum sem varða barnaklám.

Allur texti HTML, PHP, JavaScript kóðun, vefsíðuhönnun, grafík, merki, hönnun prófílsíðu og hönnun framleiðslusíðu sem birtast á Solentro eru einkahugverk Solentro og njóta verndar undir sænskum og alþjóðlegum höfundarréttarlögum.

Persónuverndarstefna (GDPR) og notkun á vefkökum

Þjónusta okkar fer eftir GDPR gagnaverndarlögunum innan ESB/EES. Samkvæmt því þurfum við samþykki þitt þegar kemur að því hvaða persónugögnum við söfnum, vinnum úr, geymum eða notum í gagnagrunni okkar. Þegar þú notar Solentro gefur þú sjálfkrafa samþykki þitt.

Allar upplýsingar sem okkur eru gefnar eru meðhöndlaðar af fyllstu aðgát og þær eru eingöngu notaðar til að uppfylla samningsbundin ákvæði á milli Solentro, samstarfsaðila okkar og viðskiptavinarins, og fyrir samskipti í framtíðinni og í auglýsingatilgangi. Allar upplýsingar sem okkur eru gefnar eru meðhöndlaðar í fyllsta trúnaði. Upplýsingarnar koma aðallega frá kaupanda en hægt er að safna frekari upplýsingum frá opinberum skrám. Mögulega þarf að gefa sumar upplýsingar frá viðskiptavini til samstarfsaðila, svo sem prentara og dreifingaraðila. Úreltum upplýsingum verður eytt. Þú verður að samþykkja vefkökur til að þjónustan eða forritið virki.

Notendur geta eytt bókareikningnum sínum eða forritinu og tengdum upplýsingum sjálfir og þeir geta sagt upp áskrift að fréttabréfum okkar sjálfir.

Vefkaka er textaskrá sem vefsíðan vistar á tölvunni þinni. Upplýsingarnar gera Solentro kleift að hafa umsjón með reikningnum þínum þegar þú býrð til bók eða ljósmyndabók og veita hraðari og skilvirkari þjónustu á vefsíðunni. Solentro notar vefkökur í tölfræðilegum tilgangi og til að vista notandanafn þitt og aðgangsorð svo þú getir skráð þig inn á vefsíðuna. Þú verður að samþykkja kökur til að nota vefsíðuna okkar á fullnægjandi hátt.

Þessi vefsíða notar Google Analytics, vefgreiningarþjónustu sem er veitt af Google Inc., 1600 Amphitheatre Parkway, Mountain View, CA 94043, Bandaríkin ("Google"). Google Analytics notar vefkökur, sem eru textaskrár vistaðar á tölvunni þinni, til að hjálpa vefsíðunni að greina hvernig notendur nota síðuna. Upplýsingarnar sem vefkakan býr til um notkun þína á vefsíðunni (þar á meðal IP-talan þín) verða sendar til og vistaðar hjá Google á vefþjónum þeirra. Google mun nota þessar upplýsingar í þeim tilgangi að meta notkun þína á vefsíðunni, gera skýrslur um virkni á vefsíðu fyrir vefsíðueigendur og til að veita aðra þjónustu sem tengist vefsíðuvirkni og netnotkun. Google gæti einnig sent þessar upplýsingar til utanaðkomandi aðila þar sem lög krefjast þess, eða þar sem slíkir utanaðkomandi aðilar vinna úr upplýsingunum fyrir hönd Google. Google mun ekki tengja IP-tölu þína við önnur gögn sem Google hefur undir höndum. Þú getur hafnað notkun á vefkökum með því að velja ákveðnar stillingar í vafranum þínum. Ef þú notar tölvu er yfirleitt hægt að breyta vefkökustillingum í gegnum vafrastillingar. Ef þú notar spjaldtölvu er þetta yfirleitt hægt með því að breyta stillingunum í stýrikerfinu og ef þú notar snjallsíma getur þú yfirleitt gert þetta með því að breyta stillingunum í vafranum í snjallsímanum. Ef þú samþykkir ekki notkun okkar á vefkökum munu aðgerðir á vefsíðunni okkar og á vefversluninni ekki virka að fullu. Til dæmis munt þú ekki geta skráð þig inn á vefsíðuna okkar og tilboð og auglýsingar frá okkur gætu birst þér oftar en venjulega. Að auki munt þú ekki geta verslað í vefversluninni vegna þess að við notum vefkökur til að hafa umsjón með hlutunum í innkaupakörfunni. Þú getur samt sem áður skoðað þig um á vefsíðu Solentro.

Viðskiptavinir sem vilja fá upplýsingar um gögnin sem Solentro hefur safnað geta sent undirritað bréf (til: Solentro AB, Anckargripsgatan 3, SE-211 19 Malmö, Svíþjóð), og látið leiðrétta allar mögulega rangar upplýsingar.

Afhending

Um það bil 1-2 vikur (nema á sérstökum frídögum).

Ljósmyndabækurnar þínar eru prentaðar út og bundnar hver fyrir sig með nýjustu umhverfisvænu aðferðunum. Við notum bestu og nýjustu prentstaðlana ásamt langlífri hefðbundinni bókbindingu. Bækurnar þínar verða sendar á öruggan hátt í sérstökum bókapakka.

Ef pöntunin þín inniheldur margar ljósmyndabækur og/eða stóra ljósmyndabók gæti tekið lengri tíma að senda hana. Solentro tekur á sig enga ábyrgð vegna seinkunar á afhendingu og vanrækslu af hálfu dreifingaraðila.

Greiðsla

Banka-/kreditkort: Við tökum á móti VISA, Mastercard og Eurocard.
Notendur í Bandaríkjunum geta notað Visa Mastercard American Express Discover JCB Diners Club China UnionPay kredit- og debetkort. Stripe styður einnig við margs konar aðra greiðslumáta, eftir því í hvaða landi Stripe reikningurinn þinn er.

Samkvæmt lögum verður þú að vera 18 ára eða eldri til að kaupa á netinu.

Öryggi og trúnaður

Solentro ábyrgist að gefa persónugögn þín aldrei til utanaðkomandi aðila nema í einstökum tilfellum, t.d. ef lögregla, málsækjandi eða álíka aðilar krefjast upplýsinga.

Skilaréttindi kaupanda

Þegar þú hefur lokið við kaup þín er ekki hægt að breyta pöntuninni þinni, eyða henni eða hætta við hana. Solentro getur ekki boðið upp á almennan skilarétt (réttur á að hætta við kaupsamning) án sérstakrar ástæðu, vegna þess að bókapöntunin þín er framleidd eftir sérstakri lýsingu frá þér. Þar sem þú getur forskoðað skipulagið og stjórnað því hvort gæðaþættir - til dæmis gæði á texta og ljósmyndum - uppfylli væntingar þínar, berð þú ábyrgð á gæðum lokaútgáfu vörunnar. Undantekning á þessu er að sjálfsögðu ef bókin þín skemmist fyrir afhendingu eða ef varan uppfyllir ekki þá háu staðla sem vörur frá Solentro eiga að ná. Í þeim tilfellum skaltu hafa samband við þjónustuver okkar innan 14 daga frá móttöku bókarinnar til að fá nánari leiðbeiningar um hvernig þú getir mögulega fengið endurgreiðslu. Því miður getur Solentro ekki tekið við skilavörum án meðfylgjandi skilabréfi (þetta skilabréf verður sent til þín eftir að þú hefur samband við þjónustuver og það er nauðsynlegt til að við getum krafið dreifingaraðila okkar um úrbætur). Mögulega verður ný bók send til þín án þess að þú þurfir að bera neinn aukakostnað af því. Þú verður að hafa samband við þjónustuver okkar í gegnum tölvupóst áður en þú skilar skemmdri bók eða rangri sendingu.

Kvartanir

Solentro ábyrgist ekki að litir í bókunum sem þú pantar séu 100% réttir. Solentro ábyrgist að bækurnar sem þú pantar séu lausar við tæknilegar villur við afhendingu. Gæði á til dæmis þínum eigin myndum/ljósmyndum eru háð þáttum eins og upplausn, ljósi, fagmennsku og öðrum þáttum sem Solentro getur ekki haft áhrif á. Þess vegna er mikilvægt að þú farir eftir aðvörununum sem eru birtar þegar þú forskoðar bókina þína. Solentro tekur á sig enga ábyrgð vegna mynda/ljósmynda sem eru ekki í nógu góðum gæðum til að hægt sé að prenta þær.

Við munum reyna að endurgera upprunalegu ljósmyndina þína eins vel og mögulegt er. Skjár gefur frá sér birtu og pappír endurkastar henni. Skjárinn þinn gæti haft aðrar stillingar og við getum ekki ábyrgst að litir séu 100% réttir og/eða passi nákvæmlega við litina á skjánum þínum.

Gagnastýring og -eyðing

Solentro áskilur sér rétt til að stjórna gögnum sem okkur eru afhent. Ef gögn sem viðskiptavinur vistar brjóta gegn lögum, áskilur Solentro sér rétt til að eyða þeim gögnum án viðvörunar. Ef þessi gögn brjóta gegn refsilögum áskiljum við okkur rétt til að hafa samband við yfirvöld til frekari rannsókna. Ef utanaðkomandi aðila leggur fram mótmæli sem varða dómstóla vegna gagna sem viðskiptavinur vistar, áskilur Solentro sér rétt til að eyða þessum gögnum án viðvörunar.
Ef mótmæli utanaðkomandi aðila reynast vera röng er ekki hægt að krefja Solentro um neitt vegna aðgerða þess. Undantekning á þessu væri ef Solentro hefur gerst sekt um vanrækslu eða eyddi meðvitað gögnum viðskiptavinar án ástæðu.

Lögsaga

Leysa skal úr deilum vegna ofangreindra ákvarða samkvæmt sænskum lögum.wedish law.
Solentro fylgir ráðleggingum frá Allmänna reklamationsnämnden (www.arn.se).

"Ég vil þakka þér fyrir frábæra myndabók sem ég fékk í dag. Ég var svo ánægð þegar ég fékk að sjá árangur vinnu minnar. Enn og aftur, STORT TAKK!"
- Lena Stenström
#solentrostory

Fá innblástur

Ljósmyndabók - auðveld leið til að safna myndunum þínum saman og hanna þína eigin ljósmyndabók. Þú hefur algert sköpunarfrelsi þegar þú skapar þína eigin ljósmyndabók eða ljósmyndaalbúm!
Búðu til þína eigin ljósmyndabók eða -albúm | Solentro
Basic linspjalda - Basic linspjalda bækurnar okkar eru afar vandaðar og eru tilvalinn kostur fyrir fólk sem vill til dæmis gefa út sína eigin bók og vill prenta margar bækur í svarthvítu!
Skáldsaga / Ljóð - Búðu til þína eigin bók með öllum skrifum þínum og textum! Það er afar auðvelt að safna textunum þínum saman og hanna bók - búðu til þína eigin bók!
Afmælisbók - þannig byrjaði þetta allt; við gáfum föður okkar einstaka bók í afmælisgjöf. Við höfðum samband við vini og vandamenn og báðum þá um að lýsa honum sem manneskju og settum textann saman í afmælisbók, ógleymanleg gjöf - þú getur líka búið til þína eigin afmælisbók!
Úr bloggi í bók - það er sama hvað þú bloggar um, það er frábær tilfinning að láta prenta bloggið þitt út í alvöru bók sem passar í bókahilluna - búðu til þína eigin úr bloggi í bók!
Brúðkaupsbók - hví að pára niður kveðju í gestabók brúðkaupsins þegar þú getur búið til þína eigin persónulegu - en afar vandaða - brúðkaupsbók! Þetta er vinsæl gjöf í steggjar- og gæsaveisluna og brúðkaupið - búðu til þína eigin brúðkaupsbók!
Minningarbók - þegar einhver fellur frá lifa minningarnar áfram. Búðu til þína eigin minningarbók. Biddu ástvini um að skrifa eitthvað um einstaklinginn, safnaðu minningunum og myndunum saman. Settu það allt í afar fallega minningarbók.
Fyrsta bókin mín - settu inn texta, hladdu upp myndum, veldu hönnun og safnaðu öllu saman í fallega hágæða bók. Frábær minning fyrir alla fjölskylduna - búðu til þína eigin „Fyrsta bókin mín“ strax í dag!
Uppskriftabók - safnaðu uppskriftunum þínum saman í fallega, hágæða uppskriftabók!
Búðu til þína eigin bók eða myndabók!
Skólaverkefni - búðu til einstaka bók úr skólaverkefninu þínu. Búðu til bók í kerfinu okkar og notaðu sniðmát, hönnun og leturgerð sem við bjóðum upp á, en þú getur líka búið bókina þína til í hvaða hönnunarhugbúnaði sem þú vilt!
Árbók - bjóddu bekkjarfélögunum að skrifa kveðju og safnaðu því öllu saman í þína eigin árbók / úrskriftarbók, minning sem varir allt lífið! Hentar einnig fyrir lokaböll eða útskriftarveislur.
Starfslokabók - gefðu gjöf sem snertir við viðtakandanum og lifir ætíð í minningunni - fallega starfslokabók! Við lofum því að ljósmyndabók með persónulegum kveðjum og myndum frá samstarfsfólki er gjöf sem einstaklingar við starfslok mun kunna vel að meta. Þú getur notað boð-eiginleikann til að safna sjálfkrafa saman kveðjum og myndum í bókina.
Skírnarbók - gefðu fallega skírnarbók með persónulegum kveðjum og myndum. Skrifaðu niður skemmtilega atburði og minningar frá fyrstu árum barnsins - eigin skírnarbók barnsins!