Öryggi og einfaldleiki eru afar mikilvæg þegar þú býrð til þína eigin bók eða ljósmyndabók. Þegar þú leggur inn pöntun ábyrgjumst við að pöntunin þín verður laus við óvæntar uppákomur.
Smelltu á fyrirsögn til að sýna eða fela ummæli hennar.
Höfundarréttur
Sem kaupandi og skapari þinnar eigin bókar eða ljósmyndabókar ert þú höfundarréttareigandi þíns eigin efnis. Þér er meira en velkomið að gefa út og selja bókina þína.
Sem viðskiptavinur ert þú eini ábyrgðaraðili textanna og myndanna/ljósmyndanna sem uppfærð eru á Solentro. Viðskiptavinurinn tryggir að hann eða hún sé eini eigandi höfundarréttarins, réttarins til að nota vörumerki og alls annars réttar á textum og ljósmyndum sem hafa verið notuð til að framleiða bækurnar sem viðskiptavinurinn hefur pantað.
Öll brot á þessum réttindum, og eins refsiaðgerðir sem gætu fylgt, eru aðeins á ábyrgð viðskiptavinarins.
Ef einhverjar kröfur verða frá þriðja aðila, vegna höfundarréttar og/eða annarra réttinda af hálfu viðkomandi, getur viðskiptavinurinn ekki sett ábyrgð á Solentro.
Að lokum ábyrgist viðskiptavinurinn að engir textar eða myndir brjóti í bága við gildandi lög, sér í lagi lög um barnaníðsefni.
Allur texti, HTML, PHP, JavaScript-kóðun, vefsíðuhönnun, myndefni, myndmerki, hönnun notandasíðu og hönnun framleiðslusíðu sem birtast í eða á Solentro eru einkahugverk Solentro og eru vernduð af sænskum og alþjóðlegum höfundarréttarlögum.
Persónuverndarstefna (GDPR) og notkun á vafrakökum
Þjónusta okkar heyrir undir GDPR innan ESB/EES. Samkvæmt þessu þurfum við samþykki þitt varðandi allar persónuupplýsingar sem við söfnum, vinnum úr, geymum og notum í gagnagrunninum okkar. Þegar þú notar Solentro gefur þú sjálfkrafa samþykki þitt.
Allar upplýsingar sem okkur eru látnar í té eru meðhöndlaðar af ítrustu leynd og eru aðeins notaðar til að uppfylla samningsákvæði á milli Solentro, félaga okkar og viðskiptavinarins, og fyrir samskipti í framtíðinni og í auglýsingaskyni. Allar upplýsingar sem okkur eru látnar í té eru meðhöndlaðar í trúnaði. Upplýsingarnar koma aðallega frá kaupandanum, en hins vegar gætu viðbótarupplýsingar verið teknar úr almennum skrám. Sumar upplýsinganna sem viðskiptavinurinn lætur okkur fá gæti þurft að senda til samstarfsaðila, eins og prentara og dreifingaraðila. Úreltum upplýsingum verður eytt. Til þess að þjónusta okkar og forrit virki þarftu að leyfa vafrakökur.
Notendur okkar geta eytt bókareikningum sínum eða -forriti og tengdum upplýsingum sjálfir, þeir geta líka hætt áskrift að fréttabréfi okkar sjálfir.
Vafrakaka er textaskrá sem vefsvæðið vistar í tölvunni þinni. Upplýsingarnar gera Solentro kleift að hafa umsjón með reikningnum þínum þegar þú býrð til þína eigin bók eða ljósmyndabók og gefa hraðari og áhrifameiri nýtingu á vefsvæðinu. Solentro notar vafrakökur í tölulegum tilgangi og til að vista notandanafnið þitt og aðgangsorð svo þú getir skráð þig inn á vefsvæðið. Þú verður að samþykkja vafrakökur til að nota vefsvæðið okkar á viðunandi hátt.
Þetta vefsvæði notar Google Analytics, vefgreiningarþjónustu frá Google Inc., 1600 Amphitheatre Parkway, Mountain View, CA 94043, Bandaríkjunum („Google“). Google Analytics notar vafrakökur, sem eru textaskrár sem settar eru í tölvuna þína, til að hjálpa vefsvæðinu að greina hvernig notendur nota svæðið. Upplýsingarnar sem vafrakakan safnar um notkun þína á vefsvæðinu (þar á meðal IP-töluna þína) verða sendar til Google og geymdar á þjónum þess. Google mun nota þessar upplýsingar til að meta notkun þína á vefsvæðinu, taka saman skýrslur um aðgerðir á vefsvæðinu fyrir stjórnendur vefsvæðisins og veita aðra þjónustu sem tengjast aðgerðum vefsvæðisins og internetnotkun. Google kann einnig að senda þessar upplýsingar til þriðju aðila þar sem Google er lagalega skylt að gera slíkt, eða þar sem slík vinnsla er í höndum þriðja aðila fyrir hönd Google. Google mun ekki tengja IP-töluna þína við önnur gögn sem Google geymir. Þú getur hafnað notkun á vafrakökum með því að velja ákveðnar stillingar á vafranum þínum. Ef þú notar tölvu er venjulega hægt að breyta stillingum fyrir vafrakökur í stillingum vafrans þíns. Ef þú notar spjaldtölvu er venjulega hægt að breyta þessum stillingum í stýrikerfinu. Ef þú notar snjallsíma er venjulega hægt að breyta þessum stillingum í vafra snjallsímans. Ef þú samþykkir ekki notkun okkar á vafrakökum munu aðgerðir á vefsvæðinu okkar og netverslun ekki virka að fullu. Til dæmis getur þú ekki skráð þig inn á vefsvæðið okkar og tilboð okkar og auglýsingar gætu birst þér oftar en annars. Þú munt heldur ekki geta verslað í netverslun okkar þar sem við notum vafrakökur til að meðhöndla efnið í körfunni þinni. Þú getur hins vegar skoðað þig um á Solentro vefsvæðinu.
Viðskiptavinur sem vill fá upplýsingar um þær upplýsingar sem Solentro hefur safnað getur beðið um slíkt með því að senda undirritað bréf (til: Solentro AB, Anckargripsgatan 3, SE-211 19 Malmö, Svíþjóð) og látið leiðrétta hugsanlega rangar upplýsingar.
Sendingarskilmálar
Um 1-2 vikur (fyrir utan tímabil í kringum hátíðarnar).
Bækurnar þínar eru prentaðar og bundnar inn við sem umhverfisvænastar aðstæður. Við notum hæstu og nýjustu prentunarstaðla ásamt bókbindingu sem tryggir langlífi bókanna. Bækurnar þínar verða sendar í sérstakri bókapakkningu.
Ef þú pantar nokkrar bækur og/eða stóra bók gæti sendingin tekið lengri tíma. Solentro ber ekki ábyrgð á sendingartöfum og hirðulausri meðferð sem staðbundinn dreifingaraðili veldur.
Greiðsla
Banka-/kreditkort: Við tökum við VISA, Mastercard og Eurocard.
Millifærsla (peningafærsla) - venjulegir sendingarskilmálar okkar eiga ekki við.
Samkvæmt lögum verður þú að hafa náð 18 ára aldri til að stunda verslun á netinu.
Öryggi og trúnaður
Greiðslufélagi okkar, E-Pay, notar TellusPay SSL-samskiptareglur (SSL), sem er iðnaðarstaðall og einn besti fáanlegi hugbúnaðurinn fyrir öruggar viðskiptafærslur. Kerfið athugar sjálfkrafa ef kortið þitt styður UCAF / 3-D Secure. MC SecureCode og Verified by Visa vernda fyrirliggjandi MC / Visa kortið þitt með persónulegu aðgangsorði, sem gefur þér fullvissu um að aðeins þú getur notað MC / Visa kortið þitt á netinu.
Solentro ábyrgist að láta aldrei persónuupplýsingar þínar í hendur þriðja aðila, nema við sérstakar kringumstæður, t.d. ef lögregla, ákæruvald eða annað slíkt krefst upplýsinga.
Skilaréttur kaupanda
Þegar þú hefur klárað kaup þín er ekki hægt að breyta, eyða eða taka pöntun þína til baka. Solentro betur ekki boðið almennan rétt á að skila vörunni þinni (rétt til að hætta við kaupsamning þinn) án sérstakra ástæðna, vegna þess að bókin þín er framleidd eftir sérstökum leiðbeiningum frá þér. Þar sem þú getur forskoðað sniðið þitt og stjórnað því að ásýnd gæðanna - eins og gæði texta og ljósmynda – standist kröfur þínar berð þú ábyrgð á gæði lokaafurðarinnar. Undantekning á þessu er, að sjálfsögðu, ef bókin þín skemmist í sendingarferlinu eða ef varan stenst ekki háar gæðakröfur Solentro-varanna. Í slíkum tilfellum skaltu hafa samband við þjónustudeildina okkar innan 14 daga frá því að þú fékkst bókina í hendurnar til að fá frekari upplýsingar um hvernig eigi hugsanlega að skila vörunni. Okkur þykir leitt að Solentro geti ekki tekið við endursendum vörum án skilabréfs (þetta bréf verður sent til þín þegar þjónustudeildin okkar hefur haft samband við þig og er nauðsynlegt til að við getum gert kröfur hjá dreifingaraðilum okkar). Hugsanleg skiptisending verður að sjálfsögðu án endurgjalds af þinni hálfu. Áður en þú skilar skemmdri eða rangri bók verðum við að biðja þig um að hafa samband við þjónustudeildina okkar með tölvupósti.
Kvartanir
Solentro ábyrgist ekki 100% eftirprentun lita í bókum sem þú hefur pantað. Solentro ábyrgist að bækurnar sem þú hefur pantað séu lausar við tæknilegar villur við afhendingu. Gæði til dæmis þinna eigin mynda/ljósmynda fara eftir þáttum eins og upplausn, lýsingu, fagleika og öðrum þáttum sem Solentro getur ekki haft áhrif á. Það er því mikilvægt að þú fylgir viðvörunum sem koma upp þegar þú forskoðar bókina þína. Solentro getur ekki borið ábyrgð á myndum/ljósmyndum sem eru ekki af nógu góðum gæðum til að eftirprenta.
Við reynum að fara eins vel og við getum eftir upprunalegum ljósmyndum þínum. Skjár varpar ljósi og pappír endurkastar því. Skjárinn þinn gæti haft aðrar stillingar og við getum ekki ábyrgst 100% eftirprentun lita og/eða nákvæma samsvörun við skjáinn þinn.
Umsjón og eyðing gagna
Solentro áskilur sér rétt á að stjórna gögnum sem við fáum í hendurnar. Ef gögn sem viðskiptavinurinn hefur vistað brýtur einhvers konar gildandi lög áskilur Solentro sér rétt til að eyða þessum gögnum án viðvörunar. Ef þessi gögn brjóta refsilög áskiljum við okkur rétt til að hafa samband við yfirvöld til frekari meðferðar. Ef þriðji aðili andmælir lögmæti gagna sem viðskiptavinur geymir áskilur Solentro sér rétt til að eyða þessum gögnum án viðvörunar.
Ef andmæli þriðja aðila reynast röng er ekki hægt að beina neinum kröfum til Solentro fyrir slíka hegðun. Undantekning á þessu er ef Solentro hefur meðhöndlað gögn viðskiptavinar á hirðulausan hátt eða eytt gögnunum viljandi án ástæðu.
Lagaskilaréttur
Deilur vegna upptalina skilyrða á að meðhöndla samkvæmt sænskum lögum.
Solentro fylgir ráðleggingum frá Allmänna reklamationsnämnden (www.arn.se).
Hjá Solentro getur þú búið til þína eigin bók, ljósmyndabók, ljósmyndaalbúm, brúðkaupsbók, útskriftarbók (árbók), skírnarbók, minningarbók, bloggbók, starfslokabók, „Fyrsta bókin mín“ - við einblínum á einfalda og notendavæna upplifun sem sleppir sköpunargáfu þinni lausri!